Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun sem kveður á um að meina trans konum að taka þátt í íþróttum kvenna.
„Stríðið gegn íþróttum kvenna er á enda. Með þessari aðgerð minni í dag erum við að vara alla skóla við sem taka við skattfé að ef þeir láta karlmenn taka yfir íþróttalið kvenna eða leyfa þeim að brjóta sér leið inn í búningsklefa ykkar verða skólarnir rannsakaðir og eiga á hættu að tapa ríkisfjármögnun sinni,“ sagði Trump eftir að hann undirritaði tilskipunina.
Í henni segir meðal annars:
„Það er stefna Bandaríkjanna að ganga gegn þátttöku karla í íþróttum kvenna á víðtækari hátt með tilliti til öryggis, sanngirni, virðingu og sannleika.
Stefnt er að því að koma stærstu íþróttasamböndum og -samtökum Bandaríkjanna og íþróttakonum sem hafa beðið skaða vegna slíkra stefna saman og gera stefnum sem eru sanngjarnar og öruggar hátt undir höfði með hagsmuni íþróttakvenna að leiðarljósi.“