Kennir sjálfum sér um tapið

Patrick Mahomes átti ekki góðan dag í gær.
Patrick Mahomes átti ekki góðan dag í gær. AFP/Jamie Squire

Stórstjarnan Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, kennir sjálfum sér um tapið gegn Philadelphia Eagles í Ofurskálarleiknum í New Orleans í nótt.

Mahomes var langt frá sínu besta í gær og gerði mörg dýrkeypt mistök sem Philadelphia refsaði grimmilega fyrir.

„Þeir skora sex stig eftir að ég kasta boltanum til þeirra og þeir komast nánast í endamarkið í kjölfarið. Þegar þú gefur svona góðu liði fjórtán stig ertu í vandræðum.

Það er mér að kenna að við vorum í erfiðri stöðu. Stigin í lokin skipta engu því ég klúðraði þessu,“ sagði Mahomes á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert