Gunnar Nelson er mættur í æfingabúðir í Zagreb í Króatíu fyrir bardaga sinn gegn Kevin Holland á UFC-bardagakvöldinu í London 22. mars næstkomandi.
Gunnar berst við Bandaríkjamanninn í sínum fyrsta bardaga á árinu en Holland er einn mesti skemmtikrafturinn í veltivigt Gunnars.
Íslenski bardagamaðurinn hefur verið rólegur í keppnum á undanförnum árum og aðeins keppt þrisvar frá árinu 2019.
Hann hefur unnið 19 bardaga, tapað fimm og gert eitt jafntefli í 25 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann hefur unnið síðustu tvo bardaga.