Alls eru þrettán íslenskir keppendur skráðir til leiks á Evrópumótið í klassískum lyftingum sem fram fer á Malaga á Spáni og hefst á morgun.
Kristín Ingunn Sveinsdóttir, Drífa Ríkharðsdóttir, Lucy Stefaniková, Birgit Rós Becker, Kristín Þórhallsdóttir, Þorbjörg Matthíasdóttir og Hanna Jóna Sigurjónsdóttir keppa í kvennaflokki.
Í karlaflokki keppa þeir Friðbjörn Bragi Hlynsson, Harrison Asena Kidaha, Alexander Örn Kárason, Viktor Samúelsson, Helgi Jón Sigurðsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.