Flott byrjun Íslendinganna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Óttar

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús fara vel af stað á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Huelva á Spáni.

Guðmundur lék fyrsta hring á 69 höggum, þremur höggum undir pari. Hann fékk sex fugla og þrjá skolla á holunum 18. Er hann jafn nokkrum kylfingum í níunda sæti.

Haraldur lék á 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann fékk fjóra fugla og þrjá skolla. Haraldur er í 30. sæti ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum.  

Efstu 23 kylfingarnir eftir fjóra hringi fara áfram á lokastig, þar sem efstu 25 vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert