Frá Víkingi í golfið

Haraldur V. Haraldsson, til hægri, á leik Víkings í Sambandsdeildinni …
Haraldur V. Haraldsson, til hægri, á leik Víkings í Sambandsdeildinni í fótbolta í vetur. mbl.is/Eyþór Árnason

Haraldur V. Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ.

Hann hefur undanfarin fimmtán ár verið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings í Reykjavík og með sérstaklega góðum árangri undanfarin ár.

Hjá Oddi tekur hann við af Þorvaldi Þorsteinssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins í tíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert