Haraldur V. Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ.
Hann hefur undanfarin fimmtán ár verið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings í Reykjavík og með sérstaklega góðum árangri undanfarin ár.
Hjá Oddi tekur hann við af Þorvaldi Þorsteinssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins í tíu ár.