Sigur hjá Gunnlaugi með Evrópuúrvalinu

Gunnlaugur Árni Sveinsson.
Gunnlaugur Árni Sveinsson. Ljósmynd/GSÍ

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG vann síðari leik dagsins með Evr­ópu­úr­vali áhuga­kylf­inga í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um þar sem það mæt­ir úr­valsliði Asíu og Eyja­álfu í keppni sem nefn­ist Bonallack Trop­hy.

Keppt var í fjórleik en Gunnlaugur Árni lék með Svíanum Algot Kleen. Hafði Evrópa betur með 3,5 vinningi gegn 1,5 vinningi.

Um sterkan sigur var að ræða þar sem annar kylfinganna sem Gunnlaugur Árni lék á móti, Pichaksin Maichon, er sterkasti leikmaður Asíu/Eyjaálfu liðsins.

Fyrr í dag léku Gunnlaugur Árni og Algot Kleen sam­an í fjór­menn­ingi og biðu lægri hlut fyr­ir mót­herj­um sín­um, 2/1.

Staðan eftir fyrsta keppnisdag er jöfn, 5/5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert