Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG vann síðari leik dagsins með Evrópuúrvali áhugakylfinga í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem það mætir úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu í keppni sem nefnist Bonallack Trophy.
Keppt var í fjórleik en Gunnlaugur Árni lék með Svíanum Algot Kleen. Hafði Evrópa betur með 3,5 vinningi gegn 1,5 vinningi.
Um sterkan sigur var að ræða þar sem annar kylfinganna sem Gunnlaugur Árni lék á móti, Pichaksin Maichon, er sterkasti leikmaður Asíu/Eyjaálfu liðsins.
Fyrr í dag léku Gunnlaugur Árni og Algot Kleen saman í fjórmenningi og biðu lægri hlut fyrir mótherjum sínum, 2/1.
Staðan eftir fyrsta keppnisdag er jöfn, 5/5.