„Ég ætla ekki að skafa af neinu“

„Ég ætla ekki að skafa af neinu, síðasta ár var mjög lélegt hjá mér,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.

Byrjaði á núllpunkti

Guðrún Brá var í erfiðleikum á árinu 2023 þar sem hún var með keppnisrétt á LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

„Þetta var erfitt, á mótaröðinni og ég held að ég hafi bara tvisvar komist í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Guðrún Brá.

„Ég er að byrja aftur á núllpunkti ef svo má segja, eftir tímabilið 2023. Það eru ýmsir leiðir til þess að núllstilla sig en hver og einn þarf að finna hvað hentar.

Öndun, söngur eða einhver til þess að tala við. Það er ekki alltaf einhver ein leið sem virkar fyrir þig og þú þarft að stundum að vera með leið eitt, tvö, þrjú og fjögur og velja svo hvað hentar,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.

Viðtalið við Guðrúnu Brá í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert