Langbesti árangur Íslendings

Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera glæsilega hluti.
Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera glæsilega hluti. mbl.is/Óttar

Kylf­ing­ur­inn efni­legi Gunn­laug­ur Árni Sveins­son fer upp um 20 sæti á nýj­asta heimslista áhuga­manna og upp í 38. sæti.

Er það lang­besti ár­ang­ur Íslend­ings á list­an­um. Gunn­laug­ur hef­ur farið hratt upp list­ann en hann var í 99. sæti í byrj­un árs, sem einnig var besti ár­ang­ur sem Íslend­ing­ur hef­ur náð.

Hann hef­ur náð glæsi­leg­um ár­angri með LSU-há­skól­an­um á skóla­ár­inu og er með besta ár­ang­ur allra nýliða í há­skólagólf­inu vest­an­hafs.

Gunn­laug­ur var hluti af Evr­ópu­úr­valsliði áhuga­kylf­inga sem tók þátt í Bonnallack Trop­hy í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um í byrj­un árs og hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley In­vitati­onal-mót­inu í Kali­forn­íu í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert