Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hrósaði Norðuríranum Rory McIlroy í hástert eftir að hann fullkomnaði slemmuna með því að vinna Mastersmótið í gærkvöldi.
McIlroy er nú einn af aðeins sex kylfingum, þeirra á meðal Woods, sem hefur unnið öll fjögur risamótin í golfi á ferlinum.
„Velkominn í klúbbinn Rory McIlroy. Að klára slemmuna á Augusta-vellinum er einstakt. Staðfesta þín á lokahringnum og alla þessa vegferð hefur skinið í gegn og núna ertu búinn að skrá nafn þitt í sögubækurnar. Ég er stoltur af þér!“ skrifaði Woods á X-aðgangi sínum.