Tiger: Velkominn í klúbbinn

Tiger Woods og Rory McIlroy.
Tiger Woods og Rory McIlroy. AFP/Christian Petersen

Banda­ríski kylf­ing­ur­inn Tiger Woods hrósaði Norðurír­an­um Rory McIl­roy í há­stert eft­ir að hann full­komnaði slemm­una með því að vinna Masters­mótið í gær­kvöldi.

McIl­roy er nú einn af aðeins sex kylf­ing­um, þeirra á meðal Woods, sem hef­ur unnið öll fjög­ur ri­sa­mót­in í golfi á ferl­in­um.

„Vel­kom­inn í klúbb­inn Rory McIl­roy. Að klára slemm­una á Augusta-vell­in­um er ein­stakt. Staðfesta þín á loka­hringn­um og alla þessa veg­ferð hef­ur skinið í gegn og núna ertu bú­inn að skrá nafn þitt í sögu­bæk­urn­ar. Ég er stolt­ur af þér!“ skrifaði Woods á X-aðgangi sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert