Allt á floti á La Costa-vellinum

Allt á floti á La Costa-vellinum .
Allt á floti á La Costa-vellinum . AP

Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Accenture-mótið sem er holukeppni en þar leika 64 efstu kylfingarnir á heimslistanum og efsti kylfingur heimslistans, Vijay Singh, leikur í fyrstu umferð gegn kylfingnum sem er númer 64, Shingo Katayama. Tiger Woods leikur gegn Nick Price og Phil Mickelson etur kappi við Loren Roberts. Aðeins Ernie Els af fimm efstu kylfingum heimslistans verður ekki með á mótinu en Retief Goosen mætir til leiks úthvíldur eftir Nissan-mótið enda var hann dæmdur úr leik á miðvikudag áður en mótið hófst þar sem hann mætti of seint á teig á mót deginum fyrir upphafsdag Nissan-mótsins. En keppendur eru skyldaðir til þess að leika með aðilum frá styrktaraðilum mótsins og svaf Suður-Afríkumaðurinn einfaldlega yfir sig að þessu sinni.

Mótið var sett á laggirnar árið 1999 en Maggert, Darren Clarke, Steve Stricker, Kevin Sutherland og Tiger Woods hafa sigrað á þessu móti.

Veðurútlitið fyrir mótið er ekki gott en það hefur rignt gríðarlega mikið á keppnisvöllinn og var hann á floti eins og myndin hér til hliðar gefur til kynna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert