Aðgerðir gegn fölsuðum golfvörum í Kína

mbl.is

Kín­versk yf­ir­völd gerðu á dög­un­um upp­tæk­ar falsaðar golf­vör­ur í miklu magni á nokkr­um stöðum í Kína en sam­tök golf­fram­leiðanda hafa unnið með kín­versk­um yf­ir­völd­um að und­an­förnu að mál­inu. Vör­urn­ar sem gerðar voru upp­tæk­ar voru í miklu magni, kylf­ur, pok­ar, tösk­ur, bolt­ar og fatnaður og er talið að verðmæti þess varn­ings sem gerður var upp­tæk­ur sé yfir 30 millj. kr.

Vör­urn­ar voru all­ar falsaðar en fram­leidd­ar und­ir þekkt­um vörumerkj­um og má þar nefna Callaway, Cleve­land, Nike, Odyss­ey, PING, Tayl­orMa­de og Tit­leist.

Gríðarlegt magn af golf­vör­um er fram­leitt í Kína og selt und­ir fölsku flaggi og hafa kín­versk yf­ir­völd tekið þátt í aðgerðum sem sam­tök golf­vöru­fram­leiðanda hafa staðið að en sam­tök­in voru stofnuð af eft­ir­töld­um fyr­ir­tækj­um: Acus­hnet sem fram­leiðir Tit­leist, FootJoy og Cobra Golf; Callaway Golf-Odyss­ey, Top-Flite og Ben Hog­an; Cleve­land Golf-Never Compromise; Nike; PING; og Tayl­orMa­de-adi­das Golf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert