Slóvakar eru sannarlega með hættulegt lið

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. mbl.is/Kristinn

„Slóvakar eru með hættulegt lið og ef við leikum ekki betur en gegn Svíum þá lendum við í vandræðum. Það er alveg ljóst,“ segir Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, um væntanlega mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í dag, landslið Slóvaka.

„Ég fór yfir leik Slóvaka og Frakka í morgun og þar kemur fram að Slóvakar léku mjög vel gegn Frökkum þótt greinilegt væri að Frakkar gengu ekki til leiks með réttu hugarfari, þeir vanmátu Slóvakana.

Slóvakar leika sinn leik, varnarleikurinn er sterkur og markvarslan er góð. Hraðaupphlaupin eru vel útfærð og sóknarleikurinn var spilaður af skynsemi og yfirvegun. Menn bíða eftir sínu færum og leyfa boltanum að ganga vel á milli sín,“ segir Alfreð sem sagðist í gær eiga eftir að kryfja viðureign Frakka og Slóvaka enn frekar til mergjar. Í þeim voru Frakkar heppnir að ná sigri eftir að hafa lent í kröppum dansi gegn viljugum leikmönnum Slóvaka sem greinilega leggja líf og sál í hvern leik.

Verðum að bæta margt

Eru mjög vel undirbúnir

„Þessi lið hafa á að skipa leikmönnum sem leika ekki með fremstu liðum Evrópu og hafa því haft góðan tíma til undirbúnings, þau hafa kannski verið við æfingar og keppni í tvo mánuði. Síðan koma þau hingað á EM og leika virkilega vel, þau eru samæfð og sterk, tilbúin að sanna sig.

Á sama tíma eru sum önnur lið að gefa sér viku til tíu daga til undirbúnings og skilja síðan ekkert í að árangurinn lætur á sér standa, má þar nefna Spánverja og okkur, svo dæmi sé tekið.“

Engin ástæða til að pína Ólaf

Slóvakar voru með á EM 2006 í Sviss og töpuðu þá þremur leikjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka