Svíar ætla að kæra leikinn gegn Íslandi

Robert Arrhenius skorar fyrir Svía í leiknum í dag.
Robert Arrhenius skorar fyrir Svía í leiknum í dag. Jonas Ekströmer / Scanpix

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is í Wroclaw ætlar sænska handknattleikssambandið að kæra leikinn gegn Íslandi í undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fór í dag og endaði með sigri Íslands, 29:25. Þeir hyggjast krefjast þess að leikurinn fari fram að nýju..

Svíar telja að löglegt mark hafi ekki verið talið með, þegar Robert Arrhenius skoraði fyrir þá undir lok fyrri hálfleiks. Hann virtist þá minnka muninn í 13:12 en á töflunni stóð áfram 13:11. Svíar gerðu síðan tvö mörk í viðbót og jöfnuðu fyrir hlé en telja að þeir hefðu átt að hafa haft forystu í hálfleik, 14:13, og það hefði haft áhrif á gang leiksins í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka