Haukar eru komnir í úrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik, Eimskipsbikarnum, eftir all öruggan sigur á HK í undanúrslitunum á Ásvöllum í dag, 26:20.
Haukar komust í 8:1 á fyrstu 15 mínútunum og héldu öruggri forystu eftir það, frá fimm og uppí sjö mörk, og HK náði aldrei að ógna sigrinum. Haukar mæta Val eða Gróttu í úrslitum.
Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka, Björgvin Hólmgeirsson 5 og Elías Már Halldórsson 5. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot.
Sverrir Hermannsson skoraði 6 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 4. Sveinbjörn Pétursson varði 21 skot, þar af 3 vítaköst.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
60. LEIK LOKIÐ. Haukar í undanúrslit.
60. Sóknir á víxl í lokin. Sveinbjörn ver frá Guðmundi Árna í blálokin.
60. Ragnar skorar úr hraðaupphlaupi, 26:20. Hans fjórða mark.
60. Vilhelm Gauti hjá HK fær 2 mínútur.
59. Brynjar skorar fyrir HK úr hraðaupphlaupi, 26:19.
59. Sveinbjörn ver frá Frey úr hraðaupphlaupi. Skiptir litlu héðan af.
58. Guðmundur Árni skorar úr hraðaupphlaupi, 26:18.
57. Elías skorar fyrir Hauka, sitt 6. mark, 25:18.
57. HK missir boltann. Þetta er í höfn hjá Haukum. Bikarúrslitaleikurinn blasir við þeim.
56. Björgvin með þrumufleyg eftir aukakast, 24:18.
56. Sveinbjörn ver frá Jónatan úr dauðafæri á línunni. HK tekur bæði Sigurberg og Björgvin úr umferð og reynir að brjóta niður sóknarleik Hauka.
55. Ragnar skorar fyrir HK úr vítakasti, 23:18.
55. Brynjar krækir í vítakast fyrir HK.
54. Þórður Rafn skorar úr horni fyrir Hauka eftir að Sigurbergur skaut í stöng, 23:17.
54. Birkir Ívar ver af línunni frá Atla Ævari sem reyndi að vippa yfir hann. Mikilvægur tímapunktur fyrir Hauka, HK gat minnkað muninn í fjögur mörk.
52. Sverrir skorar með þrumuskoti fyrir HK eftir hraðaupphlaup, 22:17.
51. Einar Örn í Haukum fær 2 mínútur.
51. Þórður Rafn skorar fyrir Hauka úr vinstra horninu, 22:16.
50. Sverrir skorar með langskoti, 21:16. Kominn með 5 mörk.
50. Björgvin skorar með þrumuskoti utan af velli, 21:15.
49. Jónatan skýtur í slána á marki HK úr dauðafæri. Hinum megin fer Sverrir innúr horninu í dauðafæri en hittir ekki markið!
48. Sverrir skorar fyrir HK með langskoti, 20:15.
48. Jónatan skorar af línunni fyrir Hauka eftir sendingu Björgvins, 20:14.
47. Sverrir fer innúr hægra horninu og skorar, 19:14.
47. Sveinbjörn í marki HK ver frá Elíasi. Búinn að verja 17 skot. Hvar væri HK-liðið án hans.
46. Birkir Ívar ver frá Brynjari í HK.
45. Guðmundur Árni skorar fyrir Hauka eftir að Gísli Jón skaut í þverslána, 19:13.
44. Ólafur Víðir skaut framhjá Hauka markinu. Haukar í sókn en Sveinbjörn ver frá Frey. HK missir boltann, og Haukar missa hann strax aftur!!
43. Sveinbjörn ver frá Sigurbergi úr dauðafæri og HK fær boltann.
42. Sverrir skorar með gegnumbroti, 18:13.
42. Sigurbergur skýtur framhjá og HK fær boltann.
41. Birkir Ívar ver frá Valdimar og Haukar fá boltann.
40. Sigurbergur með óverjandi þrumufleyg utan af velli, 18:12, og hans 8. mark.
40. Sveinbjörn í marki HK ver frá Pétri á línunni. Innkast og Haukar halda boltanum.
39. Valdimar skorar með gegnumbroti, 17:12.
39. Sveinbjörn ver langskot Björgvins.
38. Birkir Ívar ver frá Valdimar í góðu færi.
37. Birkir Ívar ver úr dauðafæri og síðan skýtur Bjarki Már Elíasson í stöng. Loks skorar Sverrir fyrir HK úr langskoti, 17:11.
36. Elías skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Haukavörnin varði skot, 17:10.
35. Björgvin skorar fyrir Hauka úr hraðaupphlaupi eftir að Birkir Ívar varði frá Sverri í hraðaupphlaupi, 16:10.
34. Vilhelm Gauti skorar með gegnumbroti fyrir HK, 15:10.
34. Ragnar úr HK fær 2 mínútur.
33. Heimir Óli úr Haukum fær 2 mínútur. HK nýtir ekki sóknina manni fleiri og Ragnar skýtur í stöng úr hægra horninu.
33. Sigurbergur hirðir frákastið sjálfur eftir að HK-vörnin ver skot hans og skorar af línunni, 15:9.
32. Ólafur Víðir brýst laglega í gegn og skorar fyrir HK, 14:9. Gunnar Berg úr Haukum meiðist og haltrar af velli.
31. Freyr skorar úr vinstra horninu fyrir Hauka, 14:8.
31. HK byrjaði með boltann, sókninni lauk á því að Valdimar skaut í stöng.
30. Hálfleikur á Ásvöllum og Haukar hafa verið með örugga forystu, mest sjö mörk, en þeir voru komnir í 8:1 um miðjan hálfleikinn. HK minnkaði muninn í fimm mörk undir lok hálfleiksins. Frábær varnarleikur Hauka hefur lagt grunninn að forystu þeirra. Báðir markverðir hafa verið mjög vel og Sveinbjörn Pétursson í marki HK hefur varið 11 skot, þar af 3 vítaköst. Birkir Ívar í Haukamarkinu hefur varið 10 skot. Sigurbergur Sveinsson hefur gert 6 af mörkum Hauka, þar af gerði hann fimm af fyrstu sex mörkum þeirra.
30. Haukar misstu boltann og Valdimar skoraði fyrir HK með þrumufleyg langt utan af velli 3 sekúndum fyrir leikslok, 13:8 í hálfleik.
30. Aron þjálfari Hauka tekur leikhlé til að skipuleggja síðustu sóknina. Það eru 36 sekúndur eftir.
29. Bjarki Már Elíasson skorar úr horni eftir að Birkir Ívar hafði varið skot Atla Ævars, 13:7.
29. Sveinbjörn ver langskot Björgvins.
28. Freyr skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Birkir Ívar varði úr dauðafæri frá Ólafi Víði, 13:6.
27. Björgvin með glæsilegt skot í þverslána og inn, 12:6.
26. Bjarki Már Elíasson skorar fyrir HK úr horninu eftir fallega fléttu, 11:6.
25. Björgvin skorar með glæsilegu langskoti, 11:5.
25. Sveinbjörn ver langskot frá Elíasi en á síðan alltof langa sendingu fram völlinn og Haukar fá boltann aftur. Elías liggur eftir og fær aðhlynningu. Haukar spila fantagóða vörn en að sama skapi er sóknarleikur HK of ráðleysislegur og fyrirsjáanlegur.
24. Atli Ævar skorar af línunni fyrir HK, 10:5.
23. Sveinbjörn í marki HK ver sitt þriðja vítakast, nú frá Gunnari Berg.
23. Freyr krækir í vítakast eftir hraðaupphlaup Hauka, sem enn og aftur komust inní sendingu HK-inga.
23. Elías skorar fyrir Hauka með langskoti, 10:4.
22. Birkir Ívar ver langskot Sverris.
21. Birkir Ívar ver frá Hákoni, HK heldur boltanum.
20. Sigurbergur skorar fyrir Hauka með langskoti, sláin niður, dómari úrskurðar að boltinn sé inni, 9:4. Hans sjötta mark.
19. Ragnar skorar fyrir HK úr hraðaupphlaupi eftir að Birkir Ívar hafði varið fyrra skotið, 8:4.
19. Sveinbjörn ver frá Björgvin eftir gegnumbrot.
18. Guðmundur Árni tekur vítakastið en Sveinbjörn í marki HK ver öðru sinni af vítalínunni - nú í innkast.
18. Sigurbergur krækir í vítakast með gegnumbroti.
17. Hákon skorar fyrir HK úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu Valdimars, 8:3.
16. Bjarki Már skorar með langskoti fyrir HK, 8:2.
15. Elías skorar úr hraðaupphlaupi eftir að vörn Hauka kom í veg fyrir marktilraun HK enn og aftur. Staðan 8:1.
14. Freyr skorar fyrir Hauka úr hraðaupphlaupi, 7:1, eftir að vörnin stöðvaði sókn HK enn og aftur og Einar Örn Jónsson kastaði boltanum fram. Yfirburðastaða Hauka og Gunnar Magnússon þjálfari HK tekur leikhlé. Ekki veitir af til að hressa uppá sóknarleik sinna manna.
13. Sveinbjörn í marki HK ver langskot Sigurbergs.
12. Birkir Ívar ver frá Sverri en HK heldur boltanum. HK-ingar ráða ekkert við sterka vörn Hauka eins og markatalan segir og sókninni lýkur með því að Haukavörnin ver skot frá Ólafi Víði.
12. Sigurbergur skorar með langskoti, sitt fimmta mark fyrir Hauka, 6:1.
12. Birkir Ívar ver langskot frá Valdimar. Haukar í hraðaupphlaup, Sveinbjörn markvörður HK og Pétur Pálsson lenda saman úti á velli og Pétur liggur eftir um stund. Heldur síðan áfram.
11. Sveinbjörn í marki HK ver langskot Sigurbergs.
11. Birkir Ívar ver frá HK-ingum af línunni. Í kjölfarið fær Hákon úr HK 2 mínútur.
10. Sigurbergur tekur vítakastið en Sveinbjörn ver vel og HK fær boltann.
9. Gunnar Berg fiskar vítakast fyrir Hauka með gegnumbroti.
8. Elías skorar fyrir Hauka með langskoti, 5:1.
7. Ragnar skorar fyrsta mark HK úr vítakasti, 4:1.
7. Ólafur Víðir krækir í vítakast fyrir HK með gegnumbroti.
6. Sigurbergur skorar sitt fjórða mark, með langskoti, 4:0.
6. Birkir Ívar ver langskot Valdimars í HK.
5. Sigurbergur skorar úr vítakasti fyrir Hauka, 3:0.
5. Pétur úr Haukum fiskar vítakast eftir hraðaupphlaup.
3. Sigurbergur skorar fyrir Hauka með langskoti, 2:0.
3. Birkir Ívar í marki Hauka ver langskot Sverris og síðan langskot Ólafs Víðis.
2. Sigurbergur kemur Haukum í 1:0 með langskoti.
1. Sveinbjörn í marki HK ver skot Björgvins.
Lið Hauka og HK hafa einu sinni mæst í vetur. Það var í úrvalsdeildinni, N1-deildinni, í desember og þá vann HK öruggan sigur, 26:19. Haukar eru hinsvegar efstir í deildinni með 18 stig en HK er í fjórða sæti með 13 stig.
Hinn leikur undanúrslitanna er á milli Vals og Gróttu og fer hann fram á Hlíðarenda á morgun klukkan 18.
Lið Hauka: 1 Aron Rafn Eðvarðsson, 12 Birkir Ívar Guðmundsson, 3 Pétur Pálsson, 5 Freyr Brynjarsson, 8 Elías Már Halldórsson, 9 Guðmundur Árni Ólafsson, 10 Jónatan Jónsson, 11 Sigurbergur Sveinsson, 14 Gísli Jón Þórisson, 17 Gunnar Berg Viktorsson, 18 Heimir Óli Heimisson, 20 Einar Örn Jónsson, 21 Þórður Rafn Guðmundsson, 33 Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Lið HK: 1 Sveinbjörn Pétursson, 12 Lárus Ingi Halldórsson, 2 Bjarki Már Gunnarsson, 3 Björn Þórsson Björnsson, 7 Hákon Bridde, 8 Atli Karl Bachmann, 10 Ragnar Hjaltested, 13 Atli Ævar Ingólfsson, 17 Halldór Stefán Haraldsson, 19 Bjarki Már Elísson, 20 Valdimar Þórsson, 23 Ólafur Víðir Ólafsson, 25 Sverrir Hermannsson, 33 Vilhelm Gauti Bergsveinsson, 73 Brynjar Hreggviðsson.