Arna samdi við Esbjerg

Arna Sif Pálsdóttir er komin til liðs við Esbjerg.
Arna Sif Pálsdóttir er komin til liðs við Esbjerg. mbl.is/Eggert

Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur flutt sig um set innan Danmerkur. Hún hefur skrifað undir samning við úrvalsdeildarliðið Team Esbjerg en hún var í herbúðum Horsens á síðasta tímabili. Horsens féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Arna Sif, sem er 22 ára gömul, skoraði 19 mörk í 20 leikjum fyrir Horsens og lék stórt hlutverk í varnarleiknum.

Þar með bendir allt til að þrjár landsliðskonur leiki með dönskum úrvalsdeildarliðinu  á næsta keppnistímabili. Rut Jónsdóttir leikur áfram með Team Tvis Holstebro, Arna Sif hjá Team Esbjerg og flest bendir til þess að Þorgerður Anna Atladóttir gangi til liðs við FIF í Kaupmanahöfn eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. 

Nánar er sagt frá Örnu Sif og félagsskiptum hennar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka