Þórir tapaði úrslitaleiknum gegn Rúmeníu

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Íslendingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar, tapaði 24.23, gegn Rúmeníu á heimsbikarmótinu sem fram fór í Danmörku. Á mótinu voru aðeins sterkustu þjóðirnar í Evrópu mættar til leiks en Evrópukeppnin fer fram í Danmörku í desember þar sem að Ísland mun taka þátt.

Þórir hefur nú stjórnað norska landsliðinu sem aðalþjálfari í 31 leik og liðið hefur unnið 24 þeirra. Noregur tapaði tvívegis gegn Rúmeníu á þessu móti.

Danir og Frakkar áttust við í leik um þriðja sætið og þar höfðu Frakkar betur, 28:26.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert