„Landsliðsþjálfararnir voru mjög sjokkeraðir“

„Ég var nýbúin að eignast þriðja barnið mitt þá, í október,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Með nýfætt barn

Anna tók fram skóna á nýjan leik tímabilið 2020-21, eftir að hafa lagt þá á hilluna árið 2019, og var valin í landsliðið í apríl 2021 fyrir leiki gegn Slóveníu í undankeppi EM.

„Ég fékk meira að segja símtal frá Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara,“ sagði Anna.

„Landsliðsþjálfararnir voru mjög sjokkeraðir yfir því að ég vildi ekki fara með liðinu út til Slóveníu, í miðjum kórónuveirufaraldri og með nýfætt barn í þokkabót,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert