Mun sakna Þóris mikið

Þórir Hergeirsson hættir með norska liðið eftir EM í lok …
Þórir Hergeirsson hættir með norska liðið eftir EM í lok árs. Kristinn Magnússon

Þórir Hergeirsson sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar gaf það út á mánudag að hann hættir með norska kvennalandsliðið eftir EM í lok árs eftir 15 ár með liðið.

Katrine Lunde, sem er orðin 44 ára, hefur staðið vaktina í marki Noregs undir stjórn Selfyssingsins og hún er sorgmædd yfir að Þórir hafi ákveðið að hætta.

„Ég skil að hann vill prófa eitthvað annað en ég mun sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir minn feril, ekki aðeins innanvallar.

Hann er einstaklega góður í mannlega þættinum og skilningsríkur. Hann hefur gert mikið fyrir kvennahandbolta. Ég lærði svo mikið af honum,“ sagði Lunde við VG í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert