Fyrsti sigur Aftureldingar kom á Hlíðarenda

Birgir Steinn Jónsson úr Aftureldingu með boltann í kvöld. Reynsluboltinn …
Birgir Steinn Jónsson úr Aftureldingu með boltann í kvöld. Reynsluboltinn Alexander Petersson verst. mbl.is/Eyþór

Afturelding gerði góða ferð á Hlíðarenda og sigraði Val, 34:31, í annarri umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld. Valur er með eitt stig eftir tvo leiki og Afturelding tvö.

Afturelding byrjaði af krafti og gekk allt upp í sóknarleik liðsins fyrstu mínúturnar. Var staðan 10:6 þegar 12 mínútur voru liðnar. Afturelding náði svo fimm marka forskoti, 14:9, þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum.

Þá tóku Valsmenn við sér og með góðum kafla tókst þeim að minnka muninn í eitt mark fyrir leikhlé. Voru hálfleikstölur því 16:15.

Valur gat fyrst og fremst þakkað Færeyingnum Bjarna í Selvindi að staðan var ekki verri, því hann skoraði átta mörk í hálfleiknum, mörg þeirra úr mjög erfiðum færum. Landi hans Hallur Arason skoraði fimm fyrir Aftureldingu.

Valsmenn byrjuðu vel í seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta skipti frá því í 1:0 í stöðunni 20:19. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var Afturelding aftur með forskotið, 24:23.

Munurinn varð svo meira en eitt mark í fyrsta skipti í seinni hálfleik í stöðunni 25:23, Aftureldingu í vil. Afturelding var svo þremur yfir þegar átta mínútur voru eftir, 29:26.

Valur minnkaði muninn aftur í eitt mark, 31:30, sem var staðan þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Það dugði ekki til því Mosfellingar voru sterkari í blálokin. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Selfoss 22:25 Grótta opna
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) skoraði mark
ÍBV 33:31 Stjarnan opna
60. mín. Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark

Leiklýsing

Valur 31:34 Afturelding opna loka
60. mín. Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark Gegnumbrot og þetta er komið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert