Úrslitaleikjunum úthýst úr Laugardalnum

Bikarúrslitin fara ekki fram í Laugardalshöll þennan veturinn.
Bikarúrslitin fara ekki fram í Laugardalshöll þennan veturinn. mbl.is/Óttar

Úrslitaleikjum í bikarkeppnum handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Ekki er víst hvar verður spilað.

Róbert Geir Gunnarsson, formaður HSÍ, segir í samtali við hlaðvarpið Handkastið að Íþróttabandalag Reykjavíkur hafi óskað eftir því að bikarleikirnir verði leiknir annarsstaðar vegna æfingatíma barna í Laugardalshöll sem falla niður vegna viðburðanna.

Róbert segir útboð á meðal félaganna um að halda bikarhelgina í handbolta ráðgert. Þar geti félögin boðið í að halda viðburðinn.

Bikarúrslitin fóru fram að Ásvöllum tvö ár í röð þegar gert var við Laugardalshöll en bikarúrslitin í körfubolta fóru fram í Smáranum í Kópavogi á sama tíma.

Fjallað er um málið á handbolti.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert