Grótta upp í annað sæti

Jón Ómar Gíslason skoraði níu mörk.
Jón Ómar Gíslason skoraði níu mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Grótta fór upp í annað sæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á HK, 31:29, á útivelli í fjórðu umferðinni í kvöld. Grótta er með þrjá sigra í leikjunum fjórum en HK er með einn.

Eftir jafnræði framan af í fyrri hálfleik náði Grótta fimm marka forskoti í stöðunni 12:7 eftir 18 mínútna leik. Gróttumenn héldu undirtökunum út hálfleikinn og voru með 18:14-forskot í hálfleik.

Liðin skiptust á að skora framan af í seinni hálfleik en um miðbik hans kom góður kafli hjá HK, sem minnkaði muninn í eitt mark, 23:22. Staðan var svo jöfn, 26:26, þegar fimm mínútur voru eftir.

Gróttumenn reyndust sterkari á lokakaflanum og sigldu tveimur stigum í höfn.

Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 7, Haukur Ingi Hauksson 6, Leó Snær Pétursson 5, Tómas Sigurðarson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Júlíus Flosason 2, Andri Þór Helgason 1, Ágúst Guðmundsson 1.

Varin skot: Róbert Örn Karlsson 8, Jovan Kukobat 2.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 9, Jakob Ingi Stefánsson 7, Ágúst Ingi Óskarsson 6, Sæþór Atlason 3, Atli Steinn Arnarson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Gunnar Dan Hlynsson 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert