„Við bara gleymdum að verjast“

Hergeir Grímsson sækir að marki Fram í kvöld.
Hergeir Grímsson sækir að marki Fram í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Við bara mættum ekki til að verjast,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, í úrvalsdeild karla í handbolta eftir 37:34-tap gegn Fram í Úlfarsár­dal í kvöld.

„Við bara gleymdum að verjast, sem er grunnurinn í þessu. Þetta eru held ég 21 mark í seinni hálfleik og þú vinnur ekki leiki þannig,“ sagði Ásgeir í viðtali við mbl.is eftir leik.

Fram komst fjórum mörkum yfir á stuttum kafla í fyrri hálfleik en Haukar náðu að stoppa blæðinguna eftir leikhlé og áttu ágætan fyrri hálfleik.

„Við gerðum einhverjar mannabreytingar og vildum aðeins að stoppa þetta flæði. Við gerðum ógeðslega mikið af tæknifeilum á þessum tímapunkti en þetta skánaði eftir leikhlé og við náðum að jafna þetta í 10:10 og við náðum fínum kafla eftir það. Svo var 16:16 í hálfleik og þá vildi að mínir menn færu að gefa í og hrista af sér slenið en það fór alveg í hina áttina. Ef við ætlum ekki að verjast þá vinum við ekki.“

Voru þið í lægð eftir FH leikinn? 

„Já eitthvað en ég fór bara yfir það og við við þurftum bara að halda áfram. Þetta eru strákar sem hafa oft lent í þessu áður og mér finnst að við hefðum frekar átt að taka eitthvað gott úr þeim leik og það hefði dugað okkur til sigurs.“ 

Valur hefur byrjað illa, Afturelding gerði jafntefli gegn ÍR og FH tapaði á dögunum gegn HK svo toppbaráttan er galopin og liðin sem búast má við í toppslagnum eru að tapa stigum á móti ólíklegustu liðum en Haukar eru ekki að nýta sér það.

„Fyrst ógeðslega leiðinlegt að tapa leikum og mér fannst við vera á fínum stað og á góðu róli og mér fannst þetta mjög sárt. Það eru margir að tapa stigum og þá er einmitt tækifæri til að gera það ekki og stimpla sig inn í toppinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert