Stóðu fyrir sínu í botnslagnum

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik.
Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik. Eggert Jóhannesson

Ribe-Esbjerg vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er liðið hafði betur gegn Grinsted á heimavelli, 33:27.

Voru þau bæði stigalaus fyrir leikinn í tveimur neðstu sætunum. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Ágúst Elí Björgvinsson varði sjö skot í markinu.

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Skanderborg er liðið mátti þola tap fyrir lærisveinum Arnórs Atlasonar í Holstebro, 35:31. Holstebro er í sjötta sæti með fimm stig og Skanderborg í níunda með fjögur.

Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson þrjú mörk fyrir Bjerringbro-Silkeborg er liðið fékk skell gegn Álaborg, 38:28. Guðmundur og félagar eru í fimmta sæti með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert