Tveir Íslendingar í úrvalsliði HM

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Tveir Íslendingar voru í úrvalsliði heimsmeistaramóts félagsliða karla í handbolta sem lauk með sigri ungverska liðsins Veszprém á Magdeburg frá Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik, 34:33, í gær.

Þrátt fyrir tap í úrslitum voru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon hjá Magdeburg í úrvalsliði mótsins, sem var leikið í Kaíró í Egyptalandi. 

Nedim Remili, Hugo Descat, Luka Cindric og Rodrigo Corrales eru fulltrúar Veszprém í liðinu. Bjarki Már Elísson leikur með Veszprém.

Úrvalslið mótsins.
Úrvalslið mótsins. Ljósmynd/IHF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert