Eyjakonur gerðu góða ferð í Garðabæ

Dagbjört Ýr Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk í dag.
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Stjörnuna, 25:22, í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Garðabæ í dag. Eyjakonur fóru upp í fjórða sæti með sigrinum.

ÍBV er nú með fimm stig í fjórða sæti en Stjarnan er með tvö stig í sjötta sæti eftir fjórar umferðir.

Stjarnan var undir í hálfleik, 12:14, og ÍBV var skrefi á undan allan seinni hálfleik og hafði betur.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst fyrir gestina með átta mörk, þar á eftir var Dagbjört Ýr Ólafsdóttir með fjögur mörk og Marta Wawrzykowska varði níu skot.

 Embla Steindórsdóttir var markahæst í leiknum með níu mörk fyrir Stjörnuna og  Anna Karen Hansdóttir skoraði fjögur. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði sjö skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka