Drjúgir í Evrópudeildinni

Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Elliði Snær Viðarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson reyndust liðum sínum drjúgir í Íslendingaslögum.

Elliði Snær skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach þegar liðið lagði Sävehof að velli, 37:35, í H-riðli, riðli FH.

Var Eyjamaðurinn markahæstur í leiknum.

Teitur Örn Einarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof.

Kadetten Schaffhausen og Benfica áttust þá við í C-riðli þar sem portúgalska liðið hafði að lokum betur, 26:25.

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í liði Kadetten með sex mörk.

Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert