Arjan Haenen hefur sagt starfi sínu sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Melsungen í handknattleik lausu af persónulegum ástæðum.
Haenen hafði starfað hjá Melsungen undanfarin átta ár og var til að mynda aðstoðarþjálfari Guðmunds Þ. Guðmundssonar þegar hann þjálfaði liðið frá febrúar 2020 til september 2021.
Með Melsungen leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson.