Óþarflega stórt tap FH í Toulouse

Einar Örn Sindrason og félagar í FH mæta Toulouse í …
Einar Örn Sindrason og félagar í FH mæta Toulouse í dag. Arnþór Birkisson

Íslandsmeistarar FH máttu þola sjö marka tap, 37:30, gegn Toulouse í fyrsta leik sínum í H-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í Frakklandi í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum framan af og skiptust þau á að skora fyrstu mínúturnar. Í stöðunni 5:5 skoraði Toulouse hins vegar þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 8:5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

FH neitaði að gefast upp og jafnaði í 8:8. Toulouse komst aftur yfir í kjölfarið og var 1-3 mörkum yfir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Að lokum munaði tveimur mörkum í hálfleik, 18:16.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust í 26:20. FH neitaði að gefast upp og minnkaði muninn í tvö mörk, 28:26.

Þá hrukku heimamenn í gírinn og keyrðu yfir FH-ingana á lokakaflanum.

Næsti leikur FH í keppninni er gegn Íslendingaliði Gummersbach á heimavelli 15. október. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach og með liðinu leika þeir Tetur Örn Einarsson og Elliði Snær Viðarsson.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Toulouse 37:30 FH opna loka
60. mín. FH tapar boltanum Allir að bíða eftir að þetta klárist bara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert