Stjarnan lagði Gróttu

Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar.
Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar. mbl.is/Óttar

Stjarnan hafði betur gegn Gróttu, 24:22, í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Seltjarnanesi í dag.  

Stjarnan situr í fimmta sæti með fjögur stig en Grótta er á botninum með tvö stig.  

Stjörnukonur byrjuðu viðureignina betur og voru yfir í hálfleik, 14:11.  

Grótta byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í 15:14. Grótta náði þó aldrei að jafna metin og vann Stjarnan að lokum 24:22.  

Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk. Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir voru með fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna. 

Í liði Gróttu var Katrín Helga Sigurbergsdóttir markahæst með sex mörk.   

Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Katrín S Thorsteinsson 3, Karlotta Óskarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2.  

Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 6, Anna Lára Davíðsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Vigdís Anna Hjartardóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert