Íslendingarnir í undanúrslit

Ísak Steinsson (t.h.) varði átta skot hjá Drammen.
Ísak Steinsson (t.h.) varði átta skot hjá Drammen. Ljósmynd/HSÍ

Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Arendal tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik. Slíkt hið sama gerðu Ísak Steinsson og liðsfélagar hans í Drammen.

Arendal vann Halden á útivelli, 33:32, eftir framlengingu þar sem Dagur skoraði tvö mörk.

Drammen heimsótti Runar til Sandefjord og vann með fjórum mörkum, 36:32.

Ísak varði átta skot í marki Drammen og var með 29 prósenta markvörslu. Þá má geta þess að Viktor Petersen Norberg, sem er fæddur og uppalinn í Noregi en á íslenska móður, átti stórleik fyrir Drammen.

Skoraði hann fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert