FH átti ekki möguleika í lærisveina Guðjóns

Jóhannes Berg Andrason í hörðum slag í kvöld.
Jóhannes Berg Andrason í hörðum slag í kvöld. Árni Sæberg

FH átti ekki möguleika í þýska liðið Gummersbach er liðin mættust í Evrópudeild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Endaði leikurinn með 19 marka sigri Gummersbach, 40:21.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach, sem er með tvo sigra eftir tvo leiki. FH er án stiga.

Gummersbach náði undirtökunum snemma leiks og komst í 6:2 eftir tíu mínútur, er Elliði Snær Viðarsson skoraði sitt fyrsta mark.

Þýska liðið hélt undirtökunum út hálfleikinn og munaði sjö mörkum í hálfleik, 19:12. Gestirnir héldu áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og sjö mörk í röð snemma í fyrri hálfleik breytti stöðunni í 32:16.

Var þá aðeins spurning hve stór sigur Gummersbach yrði, en gestirnir sigldu þægilegum sigri í höfn á lokakaflanum.

Miro Schluroff skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach og þeir Elliði Snær Viðarsson, Kristjan Horzen og Giorgi Tskhovrebadze gerðu fjögur hver. Birgir Már Birgisson skoraði fimm fyrir FH og Einar Örn Sindrason fjögur. Daníel Freyr Andrésson varði 15 skot í markinu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 21:40 Gummersbach opna loka
60. mín. Dominik Kuzmanovic (Gummersbach) varði skot Frá Birgi sem var í dauðafæri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert