Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen þegar liðið tók á móti Vardar Skopje í F-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í Þýskalandi í dag.
Leiknum lauk með stórsigri Melsungen, 34:18, en Elvar Örn skoraði fimm mörk og var markahæsti leikmaður þýska liðsins. Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson eitt mark en Melsungen er með 4 stig í efsta sæti riðilsins.
Þá skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson þrjú mörk fyrir Kadetten þegar liðið vann öruggan sigur á útivelli gegn Tatran Presov í Slóvakíu, 39:30, ó C-riðlinum en Kadetten er með 2 stig í þriðja sæti riðilsins.
Tryggvi Þórisson skoraði svo eitt mark fyrir Sävehof sem tapaði á heimavelli fyrir Toulouse í Svíþjóð, 37:31, í H-riðlinum en Sävehof er í neðsta sæti riðilsins án stiga.