Stórveldi á barmi gjaldþrots

Vipers frá Kristiansand er á barmi gjaldþrots.
Vipers frá Kristiansand er á barmi gjaldþrots. Ljósmynd/Vipers Kristiansand

Norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand, sem hefur átt eitt besta kvennalið heims í handbolta undanfarin ár er í miklum fjárhagsvandræðum.

Ef ekki tekst að útvega 25 milljónum norskra króna, 332 milljónir íslenskra króna, verður félagið lýst gjaldþrota.

Félagið greindi sjálft frá á heimasíðu sinni. Vipers varð Evrópumeistari 2021, 2022 og 2023 og hefur orðið norskur meistari sjö ár í röð.

Nokkrar af bestu handknattleikskonum heims spila með Vipers. Jamina Roberts, ein skærasta stjarna Svíþjóðar, Louis Abbingh lykilmaður í hollenska landsliðinu og norsku landsliðsmarkverðirnir Silje Solberg-Østhassel og Katrine Lunde eru t.a.m. leikmenn Vipers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert