Magnaðir Valsmenn hársbreidd frá sigri

Alexander Petersson í baráttunni í Kaplakrika í kvöld.
Alexander Petersson í baráttunni í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn voru fjórum sekúndum frá því að sigra stórlið Porto er liðin mættust í Evrópudeild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Urðu lokatölur 27:27 en Jakob Mikkelsen jafnaði fjórum sekúndum fyrir leikslok fyrir Porto.

Eru bæði lið með eitt stig í F-riðlinum eftir tvo leiki. 

Porto náði snemma undirtökunum í fyrri hálfleik og var staðan 9:5 þegar hann var rúmlega hálfnaður. Voru hálfleikstölur svo 16:9.

Porto byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast í 17:9 en eftir það var komið að Valsmönnum. Þeir skoruðu næstu sjö mörk og minnkuðu muninn í 17:16.

Gestirnir svöruðu því vel og voru með 23:20 forskot þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá kom annar góður kafli hjá Val, sem jafnaði í 24:24.

Valur komst svo í 27:25 þegar skammt var eftir, en Porto skoraði tvö síðustu mörkin og bjargaði einu stigi.

Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins hjá Val. Hann varði 20 skot, þar af tvö víti, og skoraði auk þess þrjú mörk. Viktor Sigurðsson var markahæstur með fimm.

Daymaro Salina skoraði sjö fyrir Porto og Diogo Oliveira fimm. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Porto.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 27:27 Porto opna loka
60. mín. Diogo Rema (Porto) varði skot Frá Magnúsi Óla og Porto getur jafnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert