Jafnt í æsispennandi grannaslag

Hergeir Grímsson hjá Haukum sækir að marki Stjörnunnar í kvöld.
Hergeir Grímsson hjá Haukum sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hákon

Haukar og Stjarnan skildu jöfn, 20:20, í grannaslag í úrvalsdeild karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Haukar eru nú með níu stig, eins og Afturelding í öðru sæti, og einu stigi á eftir toppliði FH. Stjarnan er með átta stig, eins og Fram og Grótta í 4.-6. sæti.

Var nánast jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik og því við hæfi að staðan í leikhléi var 10:10. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komst í 13:10.

Haukar jöfnuðu í 14:14 og skiptust liðin á að skora það sem eftir lifði leiks.

Mörk Hauka: Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Hergeir Grímsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Geir Guðmundsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Egill Jónsson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6, Vilius Rasimas 4.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 8, Hans Jörgen Ólafsson 4, Jóel Bernburg 2, Starri Friðriksson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Ísak Logi Einarsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 6, Sigurður Dan Óskarsson 3.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert