Lætur af störfum eftir tímabilið

Elías Már Halldórsson er hann þjálfaði karlalið HK.
Elías Már Halldórsson er hann þjálfaði karlalið HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elías Már Halldórsson mun láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Fredrikstads í handknattleik, sem leikur í norsku úrvalsdeildinni, að loknu yfirstandandi keppnistímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu norska félagsins í dag.

Elías Már tók við starfinu sumarið 2021 og er því á sínu fjórða tímabili með Fredrikstad. Liðið hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á yfirstandandi tímabili.

Hann hafði áður þjálfað karlalið HK hér á landi og þar á undan kvennalið Hauka ásamt því að vera aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert