Stórkostleg Elín Klara

Sex mörk Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum fyrir Hauka …
Sex mörk Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum fyrir Hauka og skoraði 14 mörk. mbl.is/Anton Brink

Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í úrvalsdeild kvenna í handbolta en liðið sigraði ÍR, 28:20, á heimavelli sínum á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Haukaliðið er áfram í þriðja sæti en nú með átta stig, einu stigi á eftir Fram í öðru sæti og tveimur á eftir toppliði Vals. ÍR er í sjöunda sæti með tvö stig og í fallbaráttu.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar yfirleitt litlu skrefi á undan. Voru hálfleikstölur 12:10, Haukum í vil.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust í 17:12, og var engin spurning hvort liðið myndi vinna eftir það.

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir var stórkostleg í liði Hauka, skoraði 14 mörk úr 14 skotum. 

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 14, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Odden 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.

Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 17.

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Karen Tinna Demian 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert