Bjarki sterkur gegn lærisveinum Guðmundar

Bjarki Már Elísson átti flottan leik gegn lærisveinum Guðmundar.
Bjarki Már Elísson átti flottan leik gegn lærisveinum Guðmundar. Kristinn Magnússon

Ungverska stórliðið Veszprém hafði betur gegn Fredericia frá Danmörku, 34:32, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Bjarki Már Elísson átti flottan leik fyrir Veszprém og skoraði fjögur mörk. Hvorki Arnór Viðarsson né Einar Þorsteinn Ólafsson skoruðu fyrir Fredricia, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar.

Veszprém er í toppsæti A-riðils með átta stig. Fredericia er á botninum, án stiga.

Í B-riðli mátti Kolstad frá Noregi þola tap gegn Kielce frá Póllandi á heimavelli, 33:32. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad og þeir Sveinn Jóhannsson og Benedikt Gunnar Óskarsson sitt markið hvor.

Kolstad er í botnsætinu með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert