Halldór ekki á hliðarlínunni í kvöld

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA.
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari karlaliðs KA í handknattleik, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið fær HK í heimsókn til Akureyrar í úrvalsdeildinni.

Á heimasíðu KA er greint frá því að Halldór Stefán verði fjarri góðu gamni vegna þess að hann hafi fengið sýkingu í hné í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir í lok ágúst.

Ekki liggur fyrir hvenær Halldór Stefán snýr aftur en að það verði um leið og honum líður betur.

Aðstoðarþjálfarinn Andri Snær Stefánsson stýrir KA-liðinu í kvöld og verður með reynsluboltann Sverre Andreas Jakobsson sér til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert