Mátti ekki spila með hjálminn

Aron Rafn Eðvarðsson án hjálmsins í leiknum í gær.
Aron Rafn Eðvarðsson án hjálmsins í leiknum í gær. mbl.is/Ólafur Árdal

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka í handknattleik, var ekki með forláta öryggishjálm sinn sem hann leikur með í öllum leikjum Hafnarfjarðarliðsins hér á landi þegar Haukar unnu finnska liðið Cocks í Evrópubikarnum í gær.

Haukar unnu með níu mörkum, 35:26, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum á Ásvöllum og fara því með gott veganesti til Finnlands um næstu helgi.

Aron Rafn Eðvarðsson með öryggishjálminn sem hann styðst við í …
Aron Rafn Eðvarðsson með öryggishjálminn sem hann styðst við í öllum leikjum nema í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handbolti.is vekur athygli á því að ástæðan fyrir því að Aron Rafn hafi ekki verið með öryggishjálm sinn, sem hann notar vegna fjölda alvarlegra höfuðhögga í kjölfar þess að hafa fengið skot í höfuðið, vegna reglna Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

EHF leyfir einfaldlega ekki notkun svona öryggishjálms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert