Snorri valdi 18 fyrir undankeppni EM

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfar íslenska karlalandsliðið.
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfar íslenska karlalandsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik, tilkynnti í dag hópinn fyrir tvo fyrstu leikina í undankeppni EM 2026 sem fram fara snemma í nóvember.

Ísland leikur þá við Bosníu á heimavelli og Georgíu á útivelli en Grikkland er fjórða liðið í undanriðlinum.

Sex leikmenn bætast við frá síðasta landsliðsverkefni, leikjunum við Eistland í vor í umspilinu fyrir HM. Það eru Viktor Gísli Hallgrímsson, Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Þorsteinn Leó Gunnarsson og Sveinn Jóhannsson.

Fjórir leikmenn sem léku gegn Eistlandi eru ekki með en það eru Arnar Freyr Arnarsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Einar Bragi Aðalsteinsson og Elvar Ásgeirsson.

Aðrir sem hafa spilað með landsliðinu á árinu en eru ekki í hópnum eru Kristján Örn Kristjánsson, Stiven Tobar Valencia, Teitur Örn Einarsson, Andri Már Rúnarsson, Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson.

Átján manna hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val, 271 leikur, 24 mörk
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock, 58 leikir, 1 mark

Hornamenn:
Bjarki Már Elísson, Veszprém, 114 leikir, 397 mörk
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting, 14 leikir, 32 mörk
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten, 40 leikir, 122 mörk
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76 leikir, 214 mörk

Línu- og varnarmenn:
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia, 12 leikir, 4 mörk
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach, 50 leikir, 109 mörk
Sveinn Jóhannsson, Kolstad, 12 leikir, 24 mörk
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen, 90 leikir, 36 mörk

Skyttur og miðjumenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém, 177 leikir, 674 mörk
Elvar Örn Jónsson, Melsungen 77 leikir, 180 mörk
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto, 3 leikir, 1 mark
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, 61 leikur, 138 mörk
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest, 33 leikir, 47 mörk
Janus Daði Smárason, Pick Szeged, 84 leikir, 138 mörk
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 86 leikir, 305 mörk
Viggó Kristjánsson, Leipzig, 57 leikir, 165 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert