Valskonur fóru létt með Stjörnuna

Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk fyrir Val.
Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk fyrir Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann Stjörnuna, 34:20, í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Íslands- og bikarmeistar Vals eru með fullt hús stiga, 14, eftir fyrstu sjö umferðirnar en Stjarnan er í sjötta sæti með fjögur stig. 

Valskonur voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10, og var eftirleikurinn auðveldur. 

Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk fyrir Val en Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu sex hvor. Hjá Störnunni skoraði Tinna Sigurrós Traustadóttir sex mörk. 

Hafdís Renötudóttir átti þá stórleik í marki Vals með 18 varin skot og 56% markvörslu.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Lovísa Thompson 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Hildirgunnur Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1. 

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 18, Silja Mueller 3. 

Mörk Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Anna Lára Davíðsdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1. 

Varin skot: Aki Ueshima 6, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert