Landsliðsmennirnir öflugir í Ungverjalandi

Bjarki Már Elísson og Janus Daði Smárason saman í landsleik.
Bjarki Már Elísson og Janus Daði Smárason saman í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var drjúgur er Veszprém vann öruggan 40:25-sigur gegn Gyöngyösi í efstu deild ungverska handboltans í dag.  

Bjarki skoraði fimm mörk úr sjö skotum. Aron Pálmarsson sem gekk til liðs við Veszprém frá FH á dögunum var ekki með liðinu í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli.  

Samherji Arons og Bjarka í landsliðinu, Janus Daði Smárason var öflugur í 41:27-stórsigri Pick Szeged gegn PLER í dag.  

Janus Daði skoraði fimm mörk úr sex skotum.  

Veszprém er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir átta leiki. Pick Szeged er í öðru sæti með jafn mörg stig eftir níu leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka