Víkingar í átta liða úrslit

Auður Brynja Sölvadóttir var markahæst hjá Víkingi.
Auður Brynja Sölvadóttir var markahæst hjá Víkingi. Ljósmynd/Víkingur

Víkingur tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta með sigri á Fjölni, 26:19, á heimavelli sínum. Bæði lið leika í 1. deild.

Víkingsliðið byrjaði betur og komst í 5:2 snemma leiks. Hálfleikstölur voru svo 13:7.

Munurinn varð minnstur fjögur mörk undir lokin og forskoti Víkinga því ekki ógnað að ráði.

Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 8, Díana Ágústsdóttir 4, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Rakel Sigmarsdóttir 1, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1.  

Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 13.

Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 5, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Sara Kristín Pedersen 4, Telma Sól Bogadóttir 2, Elsa Karen Sæmundsen 2, Signý Harðardóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1.

Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert