Stórsigur Færeyja – Spánn slapp með skrekkinn

Elías Ellefsen á Skipagötu átti flottan leik.
Elías Ellefsen á Skipagötu átti flottan leik. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Færeyjar unnu sannfærandi sigur á Kósóvó, 32:21, á heimavelli í undankeppni EM karla í handbolta í Þórshöfn í kvöld.

Oli Mittún skoraði átta mörk fyrir færeyska liðið og Elías Ellefsen á Skipagötu gerði sjö. Hákun West Av Teigum var næstur með sex.

Gríðarlega sterkt lið Spánar lenti óvænt í vandræðum með Ítalíu á heimavelli. Ítalía var yfir stærstan hluta leiks en Spánn knúði fram eins marks sigur, 31:30, í lokin.

Finnland mátti þola naumt tap, 29:28, fyrir Svartfjallalandi á útivelli. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Finnland.

Önnur úrslit:
Grikkland 27:26 Georgía
Tékkland 23:17 Lúxemborg
Serbía 38:25 Lettland
Ungverjaland 37:32 Slóvakía
Norður-Makedónía 37:33 Eistland
Ísland 32:26 Bosnía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert