Íslendingaliðið í undanúrslit

Andrea Jacobsen í leik með Blomberg-Lippe.
Andrea Jacobsen í leik með Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Íslendingalið Blomberg-Lippe tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna með því að leggja Oldenburg að velli, 35:31, í átta liða úrslitum.

Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk fyrir Blomberg-Lippe og gaf þrjár stoðsendingar að auki. Díana Dögg Magnúsdóttir komst ekki á blað að þessu sinni en gaf tvær stoðsendingar.

Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar hennar í Metzingen munu ekki verja bikarmeistaratitil sinn á þessu tímabili þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Bensheim-Auerbach, 31:25, í átta liða úrslitunum í gærkvöldi.

Sandra komst ekki á blað í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert