Grótta skellti ÍBV í Vestmannaeyjum

Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu.
Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. mbl.is/Óttar Geirsson

Grótta vann stórsigur á ÍBV, 31:19, í lokaleik 8. umferðar úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. 

Þrátt fyrir sigurinn er Grótta enn í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en nú jafnmörg og ÍR og Stjarnan. ÍBV er í sjöunda sæti með sex stig. 

Janfnræði var á milli liðanna fyrstu 20 mínútur leiksins en þegar leið á fyrri hálfleikinn náði Grótta forystu og fór þremur mörkum yfir til búningsklefa, 16:13. 

ÍBV skoraði aðeins sex mörk í seinni hálfleik gegn 15 mörkum Gróttuliðsins sem var mun sterkara og vann að lokum tólf marka sigur. 

Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu en Karlotta Óskarsdóttir sex. Anna Karólína Ingadóttir stóð vaktina vel í markinu og varði 14 skot eða 45%. 

Hjá ÍBV skoraði Birna Berg Haraldsdóttir sjö mörk. 

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Yllka Shatri 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Herdís Eirkísdóttir 1, Birna Dögg Egilsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1. 

Varin skot: Ólöf Maren Bjarnadóttir 6, Marta Wawrzykowska 4. 

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Karlotta Óskarsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín S. Thorsteinsson 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1. 

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert