Tuttugu ára samstarfi lokið

Ísland leikur ekki áfram í keppnistreyjum frá Kempa.
Ísland leikur ekki áfram í keppnistreyjum frá Kempa. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt að íslensku landsliðin leiki ekki áfram í keppnistreyjum frá Kempa líkt og þau hafa gert undanfarin 20 ár.

Í tilkynningu á heimasíðu HSÍ segir að síðasti leikur íslensks landsliðs í treyju frá Kempa hafi verið á sunnudag þegar karlalandsliðið hafði betur gegn Georgíu, 30:25, í undankeppni EM 2026.

„HSÍ þakkar Kempa fyrir frábæra þjónustu og gott samstarf í öll þessi ár. Nú tekur við nýtt og spennandi samstarf og verður það tilkynnt á næstunni á miðlum HSÍ,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.

Því er ljóst að kvennalandsliðið leikur í nýjum keppnistreyjum frá öðrum íþróttavöruframleiðanda á EM 2024 sem hefst í lok mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka