Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppni EM 2026 eftir góða frammistöðu í sigrum Íslands gegn Bosníu og Hersegóvínu og Georgíu á dögunum.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stóð fyrir valinu og þar þótti Íslendingurinn skara fram úr á meðal markvarða.
Ísland vann Bosníu 32:26 í Laugardalshöll á miðvikudag og Georgíu 30:25 ytra á sunnudag. Þar með er íslenska liðið með fjögur stig á toppi 3. riðils undankeppninnar.
🇺🇦🇦🇹🇸🇮🇲🇪🇭🇷🇭🇺🇮🇸🇫🇷 Meet your Team of the Round for rounds 1 & 2! A lineup full of skill, strength, and spirit – who stood out most to you? ✨⚡️#ehfeuro2026 #puregreatness pic.twitter.com/piurqAjZep
— EHF EURO (@EHFEURO) November 11, 2024